Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 11. júlí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Bologna haggast ekki þegar það kemur að verðmiða Calafiori
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Bologna vill fá 42,2 milljónir punda fyrir varnarmanninn Riccardo Calafiori en þetta segir Fabrizio Romano á X.

Arsenal hefur átt í viðræðum við Bologna um Calafiori en það gengur illa að ná samkomulagi um kaupverð.

Calafiori er 22 ára gamall miðvörður sem átti stórkostlegt tímabil með Bologna er liðið komst í Meistaradeild Evrópu.

Bologna er ákveðið í því að fá 42,2 milljónir punda fyrir Calafiori, þar sem 50 prósent af sölunni rennur til svissneska félagsins Basel.

Viðræður munu halda áfram næstu daga en Arsenal hefur lagt til að hluti af kaupverðinu verði árangurstengt.

Varnarmaðurinn hefur þegar lagt blessun sína á að ganga í raðir Arsenal og ólíklegt að annað félagið geti rænt honum af Lundúnafélaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner