Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 11. júlí 2024 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Bróðir Höjlund semur við Frankfurt (Staðfest)
Mynd: Eintracht Frankfurt
Danski leikmaðurinn Oscar Höjlund er genginn til liðs við Eintracht Frankfurt í Þýskalandi, en hann kemur frá FCK í heimalandinu.

Höjlund er 19 ára gamall miðjumaður sem lék 22 leiki með FCK í öllum keppnum á síðustu leiktíð.

Hann er unglingalandsliðsmaður Danmerkur en hefur verið að vekja athygli um alla Evrópu.

EIntracht Frankfurt hefur nú staðfest kaup á honum en hann gerir fimm ára samning við þýska félagið.

Oscar er yngri bróðir Rasmusar, sem er á mála hjá Manchester United á Englandi. Þeir eiga annan bróður, sem er tvíburabróðir Oscars, en sá heitir Emil og er á mála hjá FCK.


Athugasemdir
banner
banner
banner