Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 11. júlí 2024 08:45
Elvar Geir Magnússon
Lausnin var fyrir framan hann allan tímann
Mainoo hefur verið frábær á EM.
Mainoo hefur verið frábær á EM.
Mynd: EPA
Nítján ára og 82 daga gamall varð Kobbie Mainoo yngsti leikmaður til að spila fyrir England í undanúrslitum stórmóts. Þetta ungstirni Manchester United byrjaði mótið sem varamaður en er nú kominn í stórt hlutverk á miðsvæðinu.

Það voru vandræði á miðsvæðinu hjá Englandi í byrjun móts. Tilraunin með Trent Alexander-Arnold misheppnaðist og Conor Gallagher greip ekki sitt tækifærið.

„Það hefur sýnt sig í síðustu þremur, með frammistöðu Mainoo, að lausnin var fyrir framan Gareth Southgate allan tímann,“ segir Sami Mokbel íþróttafréttamaður Daily Mail sem hefur heillast af Mainoo, eins og svo margir.

Mainoo var einn allra ljósasti punkturinn í liði Manchester United á síðasta tímabili.

„Hann hefur allan pakkann. Hann leggur á sig mikla vinnu eins og þarf á miðsvæðinu en hann er líka með sóknarhugsun. Ef það er svæði fyrir framan hann þá hleypur hann inn í það, ef það er möguleiki á sóknarsendingu þá reynir hann hana. Hann spilar fótbolta eins og það á að spila hann."

„Þessi strákur á að fá lyklana að miðsvæði Englands til framtíðar, sama hvort það verði hjá Gareth Southgate eða einhverjum öðrum."

England mætir Spáni í úrslitaleik EM á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner