Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 11. júlí 2024 13:00
Elvar Geir Magnússon
Okoli til Leicester (Staðfest) - Kemur Soule líka?
Caleb Okoli
Caleb Okoli
Mynd: EPA
Leicester hefur gengið frá kaupum á Caleb Okoli, varnarmanni Atalanta. Þessi 22 ára miðvörður var á láni hjá Frosinone á síðasta tímabili en liðið féll úr ítölsku A-deildinni.

„Ég tel að þetta sé rétta stundin til að taka öðruvísi skref og það mjög stórt. Enska úrvalsdeildin er sú besta í heimi," segir Okoli en Leicester vann Championship-deildina á síðasta tímabili.

Tuttosport greinir frá því að Leicester sé að reyna að fá vængmanninn unga Matias Soule frá Juventus. Soule er 21 árs og hefur leikið fyrir yngri landslið Argentínu.

Okoli er sagður vera að reyna að tala Soule inn á að koma til Leicester en þeir voru saman á láni hjá Frosinone á síðasta tímabili.

Sagt er að Leicester sé tilbúið að borga Juventus 25 milljónir punda fyrir Soule en ítalska félagið er hinsvegar með verðmiða upp á 35-40 milljónir punda fyrir leikmanninn, sem skoraði ellefu deildarmörk á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner