Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   fim 11. júlí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Olmo falur fyrir 50 milljónir evra en þó aðeins til mánudags
Mynd: EPA
Dani Olmo, einn af bestu leikmönnum spænska landsliðsins á Evrópumótinu, er falur fyrir 50 milljónir evra en þó aðeins til mánudags.

Sóknartengiliðurinn hefur verið frábær á EM til þessa. Hann er kominn með þrjú mörk á mótinu og á möguleika áð taka markakóngstitilinn í úrslitaleiknum gegn Englendingum á sunnudag.

Olmo er 26 ára gamall og á mála hjá RB Leipzig í Þýskalandi, en samkvæmt erlendum miðlum er hann með kaupákvæði í samningi sínum.

Félög geta fest kaup á honum fyrir aðeins 50 milljónir evra, en kaupákvæðið rennur út á mánudag.

Hann hefur verið orðaður við Barcelona, Bayern München og Manchester City síðustu vikur.

Það verður gaman að sjá hvort eitthvað félag ákveður að virkja kaupákvæðið um helgina.
Athugasemdir
banner
banner