Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 11. júlí 2024 14:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Opinbera laun Heimis - Fær meira en forveri sinn
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Getty Images
Heimir Hallgrímsson var í gær staðfestur sem nýr landsliðsþjálfari Írlands. Voru það tíðindi sem komu frekar mikið á óvart þar sem það hafði ekkert spurst út áður en það var tilkynnt.

Heimir skrifar undir samning út undankeppni HM 2026 og er markmiðið hjá honum auðvitað að koma liðinu þangað.

Independent í Írlandi segir frá því að Heimir fái stærri launatékka en forveri sinn, Stephen Kenny.

Kenny var að fá um 550 þúsund evrur á ári fyrir störf sín en Heimir mun fá um 650 þúsund evrur samkvæmt miðlinum. Það eru rúmar 97 milljónir íslenskra króna.

Heimir mun þá fá stóran bónus ef hann kemur Írlandi inn á HM eftir tvö ár.

Eyjamaðurinn sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag og sagði þar meðal annars að hann ætlaði sér að flytja til Írlands.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner