Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 11. júlí 2024 08:16
Elvar Geir Magnússon
PSG keppir við Man Utd um Neves - Barca að tryggja sér Williams
Powerade
Portúgalski landsliðsmiðjumaðurinn Joao Neves.
Portúgalski landsliðsmiðjumaðurinn Joao Neves.
Mynd: Getty Images
Færist nær Barcelona.
Færist nær Barcelona.
Mynd: EPA
Það verða Spánn og England sem leika til úrslita á EM á sunnudaginn og spennan er mikil. Það styttist í að Evrópudeildirnar hefjist að nýju og það er nóg að gera í slúðurheimum.

Paris St-Germain ætlar að veita Manchester United samkeppni um Joao Neves (19), portúgalska miðjumanninn hjá Benfica. (Le10Sport)

Barcelona hefur samið í meginatriðum um Nico Williams (21) spænskan framherja Athletic Bilbao. (Sport)

Manchester United hefur áhuga á að ganga frá kaupum á Matthijs de Ligt (24), hollenskum miðverði Bayern München, eins fljótt og auðið er eftir EM. (Bild)

United ætlar líka að fá inn liðsauka á miðsvæðið í sumar áður en félagið er tilbúið að skoða tilboð í skoska miðjumanninn Scott McTominay (27). (Football Insider)

Arsenal hefur samþykkt lánstilboð frá Lazio í portúgalska bakvörðinn Nuno Tavares (24) með skyldu um kaup fyrir milli 6 og 7 milljónir punda. (Mirror)

Chelsea hefur ekki áhuga á að nýta sér 50 milljóna punda riftunarákvæði í samningi spænska framherjans Dani Olmo (26) hjá RB Leipzig. (Sky Sports)

Enski miðvörðurinn Jacob Greaves (23) hefur lokið læknisskoðun hjá Ipswich Town fyrir hugsanleg félagaskipti frá Hull City. (Sky Sports)

Liverpool, Bayern München og Real Madrid eru mögulegir áfangastaðir fyrir franska miðjumanninn Adrien Rabiot (29) sem er á lausu eftir að samningur hans við Juventus rann út í síðasta mánuði. (Calciomercato)

Marseille hefur áhuga á Eddie Nketiah (25) framherja Arsenal. (Footmercato)

Bayern München vill fá hollenska framherjann Xavi Simons (21) frá Paris St-Germain. (Sky Sports)

Mónakó hafnaði 25,5 milljóna punda tilboði frá Nottingham Forest í franska miðjumanninn Youssouf Fofan (25) sem hefur síðan gert munnlegt samkomulag við AC Milan. (Fabrizio Romano)

Portúgalski miðjumaðurinn Joao Palhinha (29) mun klára skipti frá Fulham til Bayern München á næsta sólarhring. (Sky Germany)
Athugasemdir
banner
banner
banner