Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   fim 11. júlí 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Sambandsdeildin í dag - Breiðablik, Stjarnan og Valur hefja leik
Breiðablik komst í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar á síðasta tímabili
Breiðablik komst í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar á síðasta tímabili
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Breiðablik, Stjarnan og Valur spila öll í 1. umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í dag.

Blikar heimsækja GFK Tikves til Norður-Makedóníu. Leikurinn fer fram klukkan 18:30 á Todor Proeski-leikvanginum.

Þetta verður fyrsti Evrópuleikur í sögu Tikves en Blikar þekkja keppnina vel. Blikar urðu fyrsta íslenska liðið til að komast í riðlakeppni í Evrópu á síðasta ári er það spilaði í Sambandsdeildinni.

Klukkan 19:00 mætast Valur og Vllaznia frá Albaníu. Leikurinn er spilaður á Valsvelli. Vllaznia er með ríka sögu í Evrópu, en aldrei komist í riðlakeppni.

Liðið mætti KR í forkeppni Meistaradeildar Evrópu sumarið 2001 og komst þá áfram á útivallarmörkum.

Á sama tíma mætast Stjarnan og Linfield frá Norður-Írlandi. Þau spila á Samsungvellinum í Garðabæ. Þetta gæti orðið erfið viðureign fyrir Stjörnumenn. Linfield hefur gert ágætlega í forkeppni í Evrópu síðustu ár.

Linfield spilaði við FH árið 1994 í forkeppni UEFA-bikarsins og hafði þar samanlagðan sigur, 3-2, í tveimur leikjum. Þrátt fyrir ágætis árangur í forkeppnum þá hefur liðið aldrei komist í riðlakeppni.

Leikir dagsins:
18:30 GFK Tikves-Breiðablik (National Arena Todor Proeski)
19:00 Valur-Vllaznia (Valsvöllur)
19:00 Stjarnan-Linfield (Samsungvöllurinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner