Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 11. júlí 2024 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Simons til Bayern?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vincent Kompany, nýráðinn þjálfari Bayern München, vill að félagið fái hollenska miðjumanninn Xavi Simons frá Paris Saint-Germain í sumar.

Simons kom að 25 mörkum með Leipzig á síðustu leiktíð, þá á láni frá PSG.

Hann átti þá fínasta Evrópumót með Hollendingum þar sem hann lagði upp þrjú mörk og skoraði eitt.

Sky í Þýskalandi segir að Bayern München ætli að reyna við hann í sumar.

PSG er opið fyrir því að fara í viðræður en líklegast er að hann verði lánaður aftur. Bayern mun keppast við Leipzig og nokkur ensk félög um undirskrift hans.

Max Eberl, yfirmaður íþróttamála hjá Bayern, vinnur hörðum höndum að því að sannfæra Simons og PSG.

Kompany vill spila Simons á miðjunni fyrir framan Joao Palhinha, sem verður kynntur á næstu dögum.
EM hringborðið - Efnilegar stórstjörnur og spennandi úrslitaleikur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner