Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   fim 11. júlí 2024 09:08
Elvar Geir Magnússon
Southgate gerði það sem Martínez þorði ekki
Gareth Southgate tók Harry Kane af velli.
Gareth Southgate tók Harry Kane af velli.
Mynd: EPA
Það vakti athygli í undanúrslitaleik Englands og Hollands í gær þegar Harry Kane var tekinn af velli í stöðunni 1-1 og Ollie Watkins settur inn af bekknum.

„Að lokum var þetta það sem kom Englandi í úrslitaleik EM. Innan við tíu mínútum síðar hafði Watkins skorað sigurmarkið, eftir sendingu frá Cole Palmer, öðrum varamanni," segir sparkspekingurinn Chris Sutton.

Hann segir að Watkins hafi aðra kosti en Kane, það hafi skilað sigrinum.

„Sama hvaða nafn er á bakinu verður þú að taka ákvarðanir sem eru bestar fyrir liðið. Við sáum hvernig Roberto Martínez þjálfari Portúgals hafði ekki kjark til að taka Cristiano Ronaldo út. Það reyndist dýrt fyrir þá. En Southgate gerði það sem Martínez þorði ekki og tók Kane af velli."

Kane skoraði úr vítaspyrnu í leiknum í gær en hefur ekki náð að sýna sínar bestu hliðar á mótinu.

„Nú er England komið í úrslitaleikinn og umræðan fer af stað, hver á að byrja sem fremsti maður gegn Spáni?"

Southgate hefur fengið gríðarlega gagnrýni á mótinu en það hefur verið mikil bæting á spilamennsku Englands í síðustu leikjum. Þetta er í annað sinn sem hann kemur enska liðinu í úrslitaleik EM.

„Við erum að gefa stuðningsfólki okkar mögnuð kvöld. Við höfum á þessu móti gefið stuðningsmönnum okkar nokkur af bestu kvöldunum á síðustu 50 árum. Ég er gríðarlega stoltur af því," sagði Southgate sjálfur eftir sigurinn gegn Hollandi í gær.
EM hringborðið - Efnilegar stórstjörnur og spennandi úrslitaleikur
Athugasemdir
banner
banner