Bournemouth hefur keypt mexíkóska bakvörðinn Julian Araujo frá Barcelona en kaupverð er ekki gefið upp.
Þessi 23 ára leikmaður fór til Barcelona síðasta sumar en var strax lánaður til Las Palmas þar sem hann lék 25 leiki í La Liga.
Þessi 23 ára leikmaður fór til Barcelona síðasta sumar en var strax lánaður til Las Palmas þar sem hann lék 25 leiki í La Liga.
Hann er fimmti leikmaðurinn sem Bournemouth fær í sumar en áður hafði félagið landað Dean Huijsen, Luis Sinisterra, Enes Unal og Alex Paulsen.
„Julian er leikmaður sem við höfum verið að eltast við í nokkurn tíma og við erum í skýjunum með að fá hann til Bournemouth. Hann er ungur leikmaður með svigrúm til frekari bætinga og við unnum í mikilli samkeppni um hann," segir Neill Blake, framkvæmdastjóri Bournemouth.
Araujo hóf feril sinn í MLS-deildinni með LA Galaxy en þar lék hann 108 aðalliðsleiki. Hann hefur leikið þrettán landsleiki fyrir Mexíkó og var hluti af liðinu sem vann Gullbikar Concacaf á síðasta ári.
Welcome to #afcb, Julián ????
— AFC Bournemouth ???? (@afcbournemouth) August 13, 2024
He signs a five-year deal with us from Barcelona??
Athugasemdir