Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 14. maí 2019 14:15
Arnar Daði Arnarsson
Álitsgjafar svara - Hvar liggja vandræði Vals?
Það er mikil vinna framundan hjá Óla Jó og félögum.
Það er mikil vinna framundan hjá Óla Jó og félögum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miklar vonir voru bundnar við Lasse Petry.
Miklar vonir voru bundnar við Lasse Petry.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Aron hefur ekki átt góða byrjun.
Eiður Aron hefur ekki átt góða byrjun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net fékk nokkra álitsgjafa til að koma með skýringar á því hvar vandræði Vals í liggja í sumar.

Liðið er með eitt stig að loknum þremur umferðum og dottið útúr bikarnum eftir tap gegn FH í 32-liða úrslitunum. Valur er Íslandsmeistari síðustu tveggja ára.

Valur mætir Fylki í Árbænum í 4. umferð deildarinnar á fimmtudagskvöldið.

Andri Geir Gunnarsson - Þáttastjórnandi Steve Dagskrá:
Sama hvað þessir nýju leikmann eiga að vera góðir þá held ég að þeir séu helsta vandamál Valsmanna. Þetta er eins og gamla Football Manager syndrome-ið. Þegar maður var með nóg budget og keypti allt sem maður sá, jafnvel þótt það væri ekki þörf á því. Situr svo uppi með slakari liðsheild og ekkert gengur upp.

Kristján Óli Sigurðsson - Fyrrum álitsgjafi í Dr. Football:
Vandamál Vals voru ekki að byrja þegar Pepsí Max-deildin byrjaði.
Viðvörunarbjöllurnar eru búnar að vera að hringja í allan vetur. Liðið missti tvo lykilmenn í Dion og Patrick þá hafa Kristinn Freyr og Sigurður Egill ekkert verið með og það munar um minna. Þeir sem voru fengnir inn eru enganveginn búnir að sanna sig í Valstreyjunni og maður veltir því fyrir sér hver stjórnar þessum innkaupum. Þú ferð ekkert bara í Bónus og hendir einhverjum vörum í körfuna ef þú ert að fara að elda nautasteik.

Þú ferð bara beint í Kjötkompaní og færð þér gæðasteik með alla þessa peninga sem Valur hefur úr að moða. Næstu tveir leikir eru algjörir úrslitaleikir uppá framhaldið. Í fyrra vann liðið aðeins einn af fyrstu fimm leikjunum en hrökk svo í gang í sjöttu umferð gegn Blikum með sigurmarki á síðustu mínútunum.

Arnar Grétarsson - Fyrrum þjálfari og landsliðsmaður:
Af fyrstu leikjum Vals að dæma, þá finnst mér liðið alls ekki vera búið að samstilla sig saman, hver ástæðan er fyrir því veit ég ekki. Það gæti meðal annars legið í því að þeir hafa verið að spila með þrjá nýja framherja frá síðasta tímabili Kaj Leo, Gary og Emil Lyng. Gary Martin er mjög ólíkur Patrick Pedersen, hann er meira fyrir að fá boltann í svæði heldur en að linka upp við miðjumenn eða kantmenn sem Patrick var mjög góður í. Einnig hafa þeir ekki verið að spila með útsjónasama tíu í fyrstu leikjunum en Kristinn Freyr eða Guðjón Pétur leystu það í fyrra.

Þar sem mótið er mjög stutt og leikið þétt í byrjum, getur mjög slæm byrjun komið í bakið á þeim í lok tímabils, ef þeir fara ekki að spila betur. Það sem ég hefði áhyggjur af ef ég væri Valsari, er hvað liðið er langt frá þeirri frammistöðu sem liðið var að sýna í fyrra, einnig höfum við ekki séð mikla bætingu á leik liðsins frá leiknum við Stjörnuna í Meistarakeppni KSÍ og það er áhyggjuefni. Eitt er að ná ekki í úrslit en að vera að spila vel annað er að ná ekki í úrslit og vera spila illa en það er svoldið staðan sem Valur er í núna.

Það sem Valsmenn geta þakkað fyrir núna, er að þeir hafa gríðarlega gott þjálfarateymi, það mun reyna vel á það í næstu leikjum.

Grétar Sigfinnur Sigurðarson - Fyrrum knattspyrnumaður:
Það er auðvitað ekkert eitt sem hægt er að segja um vandræði Vals. Hinsvegar liggur í augum uppi að nefna varnarleikinn. Lið sem verður meistari þarf að fá á sig minna en eitt mark í leik yfir allt tímabilið. Núna eru þeir með tvö mörk á sig í leik. Það er allt of mikið. Þetta þarf ekki að þýða að vörnin sjálf sé slök heldur frekar varnarleikur alls liðsins. Vörnin hefur samt verið slök. Valur er með eitt best mannaða lið deildarinnar og þeir þurfa að þjappa sér saman og fara "back to basics".

Það hefur verið vitað lengi að fyrstu fimm til sex leikir mótsins bjóða ekki upp á bestu knattspyrnuna. Þess vegna má ekki fara fram úr sjálfum sér heldur einbeita sér frekar að því að vinna baráttuna inn á vellinum og vinna leikinn á hvaða hátt sem er. Söfnun stiga er það eina sem skiptir máli. Ef að Valur vinnur baráttuna þá koma gæðin smátt og smátt í ljós.
Athugasemdir
banner
banner