Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   þri 14. júlí 2015 13:45
Elvar Geir Magnússon
Dómari umferða 1-11: Menn risu upp og ræddu saman
Gunnar Jarl Jónsson
Jarlinn er besti dómari Pepsi-deildarinnar hingað til.
Jarlinn er besti dómari Pepsi-deildarinnar hingað til.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðhyltingurinn Gunnar Jarl Jónsson er besti dómari fyrri helmings Pepsi-deildarinnar að mati fréttaritara Fótbolta.net. Jarlinn, eins og hann er kallaður, var valinn dómari ársins í fyrra og heldur uppteknum hætti.

Dómgæslan hefur verið talsvert mikið í umræðunni í sumar en í síðustu umferðum hafa dómararnir stigið upp.

„Dómgæslan fékk vissulega gagnrýni eftir ágæta byrjun og var sú gagnrýni að okkar mati að mörgu leyti réttlætanleg. Það voru gerð mistök sem menn voru klárlega ekki sáttir við. Gagnrýnin verður alltaf að vera málefnanleg og hún var það að einhverju leyti. En menn risu upp og ræddu saman og ég er á því að menn hafi komið sér á beinu brautina allir sem einn sem er afar mikilvægt," segir Gunnar.

Undirrituðum lék forvitni á að vita hvernig honum finnst framkoma íslenskra leikmanna við dómara almennt?

„Framkoma leikmanna við dómara hér heima er að mínu mati að nánast öllu leyti til algjörrar fyrirmyndar. Það ríkir að ég tel gagnkvæm virðing hjá dómurum og leikmönnum. Við vitum að þeir sinna erfiðu starfi og öfugt. Samskipti eru lykilatriði í þessu öllu saman að menn geti haft samskipti fyrir, á meðan leik stendur og eftir leik."

Gunnar hefur verið að standa sig gríðarlega vel í Evrópuverkefnum sínum, fékk frábæra dóma fyrir frammistöðu sína með flautuna í leik í Svíþjóð í síðustu viku og dæmir á fimmtudag leik Ferencvaros og Zeljeznicar í Evrópudeildinni.

„Alveg eins og liðin þá skipta Evrópuverkefnin í júlí okkur miklu máli. Við fengum allir fjórir FIFA dómararnir verkefni í fyrstu umferðinni og núna tekur við flott verkefni í Ungverjalandi. Þetta er klárlega mikil viðurkenning fyrir okkur dómarana fyrir frammistöðu á erlendum vettvangi á undanförnum árum," segir Gunnar að lokum.

Sjá einnig:
Úrvalslið umferða 1-11
Athugasemdir
banner