"Þetta var frábær sigur. Meiriháttar taktískur sigur. Við vorum ekki meira með boltann en það er mikil hlaupageta í strákunum og ég er þvílíkt ánægður með þá. Þegar Afturelding nálguðust teiginn gerðu þeir lítið. Við hefðum getað gert betur sóknarlega og haldið bolta betur en þetta er frábær taktískur sigur."
Lestu um leikinn: Afturelding 0 - 2 ÍR
Sagði Arnar Þór Valsson, Addó, þjálfari ÍR eftir góðan 0-2 sigur í toppslag 2. deilarinnar fyrr í kvöld. Aðspurður hvort hann sé bjarstýnn þegar það eru 5 stig í næsta lið svaraði hann:
"Maður er búinn að læra svo margt í þessu þremur árum hérna á undan að það er bara að halda áfram, það er bara september sem telur."
ÍR-ingar voru án aðal markmannsins síns en það kom ekki að sök: "Við erum með stóran og sterkan hóp. Maggi þurfti að fara í vinnuferð en það kom ekki að sök það kemur maður í mann stað og það er enginn ómissandi. Ég á ekki von á því að við fáum fleiri í glugganum en þennan sem við fáum á morgun. Ég tel það ekki vera áhyggjuefni hvað það eru fáir að skora. Ef Jón Gísli hættir að skora byrja bara aðrir að skora."
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir