Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   mán 19. ágúst 2024 11:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arsenal og Sociedad ræða um uppsetningu greiðslna
Mynd: EPA
Arsenal er áfram í viðræðum við Real Sociedad um kaup á spænska miðjumanninum Mikel Merino.

Sky Sports segir að félögin séu að semja um uppsetninguna á kaupunum. Hluti af kaupverðinu verður í árangurstengdum greiðslum. Kaupverðið er talið vera um 30 milljónir punda.

Merino var ekki í leikmannahópi Sociedad í tapleiknum gegn Rayo Vallecano í gær. Stjóri Sociedad, Imanoli Alguacil sagði að það hafi verið út af viðræðum við önnur félög.

Merino, sem er 28 ára, vill fara til Arsenal og ekki er búist við því að Arsenal verði í vandræðum með samningsviðræðurnar við kappann.

Sky Sports fjallar þá um áhuga á Eddie Nketiah. Crystal Palace og Nottingham Forest hafa áhuga á kappanum sem var ónotaður varamaður í sigri Arsenal gegn Wolves á laugardag.

Nketiiah á þrjú ár eftir af samningi sínum en hann vill fá að spila reglulega.
Athugasemdir
banner