Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
banner
   þri 10. september 2024 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spilar aftur með Messi - 16 ár frá síðasta leik
Mynd: Instagram
Hinn 38 ára gamli Oscar Ustari er búinn að semja við Inter Miami um að spila með liðinu.

Argentínski markvörðurinn lék í Síle fyrri hluta árs en hann hafði spilað í Mexíkó, Úrúgvæ og Argentínu síðasta áratuginn þar á undan.

Ustari lék á sínum tíma tvo leiki fyrir argentínska landsliðið. Hann þótti nokkuð efnilegur á sínum tíma og var markvörður U20 landsliðsins sem varð heimsmeistari árið 2020 og varði svo mark U23 landsliðsins á Ólympíuleikunum árið 2008. Hann reyndar náði ekki lokaleikjunum á ÓL vegna meiðsla en Argentína stóð uppi sem meistari í Peking.

Í bæði skiptin, með U20 landsliðinu og á Ólympíuleikunum, var Lionel Messi stærsta stjarna argentínska liðssins. Þeir munu nú spila saman í Miami. Ustari er einu ári eldri en Messi.

Ustari lék með Getafe á árunum 2007-2011 og var einnig á mála hjá Almería og Sunderland í Evrópu áður en hann hélt aftur vestur yfir Atlantshafið.

Athugasemdir
banner
banner