Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mið 11. september 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðverji hljóp Reykjavíkurmaraþonið í minningu Atla Eðvalds
Mynd: Úr einkasafni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árlegt Reykjavíkurmaraþon fór fram í seinni hluta ágústmánaðar og voru gríðarlega margir hlauparar mættir til leiks.

Margir hlauparar hlupu til að safna styrkjum fyrir hin ýmsu málefni á meðan einhverjir hlupu í minningu ættingja eða ástvina og aðrir upp á gamanið.

Þýski fjölmiðlamaðurinn Andreas Turnsek var meðal þátttakenda þar sem hann mætti til Reykjavíkur til að hlaupa í minningu Atla Eðvaldssonar.

Atli lék fyrir Fortuna Düsseldorf frá 1981 til 1985, en Andreas er frá Düsseldorf og hélt mikið upp á Atla.

Atli lést árið 2019 og ákvað Andreas að minnast hans með að hlaupa Reykjavíkurmaraþonið fimm árum eftir andlátið.

KSÍ greindi frá fyrirhugaðri komu Andreas til landsins þremur vikum fyrir maraþonið og fór Andreas í ítarlegt viðtal sem birtist í Morgunblaðinu 24. ágúst.
Athugasemdir
banner
banner