Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 10. september 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Memphis til Corinthians (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Memphis Depay er formlega genginn til liðs við brasilíska félagið Corinthians. Hann skrifar undir tveggja ára samning við félagið.


Depay er þrítugur Hollendingur en Fabrizio Romano greindi frá því á dögunum að hann væri á leið til félagsins en Corinthians staðfesti tíðindin í gær.

Hann hefur leikið með liðum á borð við Ajax, Man Utd, Lyon, Barcelona og Atletico Madrid á ferlinum.

Ronald Koeman, landsliðsþjálfari Hollands, hefur talað opinskátt um leikmenn sem hafa verið á faraldsfæti í sumar en Steven Bergwijn fær ekki að spila fyrir þjóð sína fyrst hann er kominn til Sádí-Arabíu en Depay er velkominn.

Hann hefur spilað 98 landsleiki og skorað í þeim 46 mörk.


Athugasemdir
banner
banner
banner