Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   mán 19. ágúst 2024 19:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Atli Barkar til Zulte Waregem (Staðfest)
Mynd: SV Zulte Waregem

Vinstri bakvörðurinn Atli Barkarson er genginn til liðs við belgíska félagið Zulte Waregem sem leikur í næst efstu deild.


Hann skrifar undir tveggja ára samning en hann kemur frá danska liðinu Sonderjyske en hann gekk til liðs við danska félagið frá Víkingi árið 2022.

Hann féll með danska liðinu á sínu fyrsta ári en átti þátt í því að koma liðinu aftur upp fyrir tímabilið sem er nýfarið af stað.

Atli er 23 ára gamall Húsvíkingur en hann samdi ungur að árum við enska félagið Norwich. Hann hefur einnig leikið með norska liðinu Frederikstad.

Waregem tapaði 1-0 gegn Lierse í fyrstu umferð B-deildarinnar í Belgíu. Næsti leikur liðsins er gegn Deinze á sunnudaginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner