Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   mán 19. ágúst 2024 19:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Svakalegar lokamínútur í Kaplakrika
Björn Daníel tryggði FH-ingum stig
Björn Daníel tryggði FH-ingum stig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH 2 - 2 Valur
0-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('18 )
1-1 Sigurður Bjartur Hallsson ('88 )
1-2 Kristinn Freyr Sigurðsson ('94 )
2-2 Björn Daníel Sverrisson ('97 )
Lestu um leikinn


Það var mögnuð skemmtun þegar FH fékk Val í heimsókn í Kaplakrika í kvöld. FH fékk fyrsta tækifæri leiksins þegar Sigurður Bjartur Hallsson setti boltann í stöngina af stuttu færi.

Stuttu síðar náðu Valsmenn forystunni þegar Tryggvi Hrafn Haraldsson stýrði boltanum í netið eftir fyrirgjöf frá Birki Má Sævarssyni.

FH-ingar voru nálægt því að jafna þegar boltinn fór af Birki Má eftir hornspyrnu en Bjarni Mark Antonsson náði að bjarga á línu. Ingimar Stöle var nálægt því að skora síðan stuttu síðar en Ögmundur Kristjánsson varði gríðarlega vel í slánna.

Sigurður Bjartur náði loks að jafna þegar skammt var til loka venjuleges leiktíma. Arnór Borg Guðjohnsen átti skalla sem Sindri Kristinn varði en Sigurður Bjartur var fljótur að átta sig og setti boltann í netið.

Kristinn Freyr Sigurðsson virtist vera tryggja Valsmönnum sigurinn þegar hann skoraði í uppbótatíma en Björn Daníel Sverrisson jafnaði metin stuttu síðar. Enn var nægur tími til að skora sigurmarkið en jafntefli var niðurstaðan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 21 14 4 3 48 - 25 +23 46
2.    Víkingur R. 20 13 4 3 47 - 23 +24 43
3.    Valur 21 10 5 6 49 - 32 +17 35
4.    FH 21 9 5 7 36 - 35 +1 32
5.    ÍA 21 9 4 8 40 - 31 +9 31
6.    Stjarnan 21 9 4 8 39 - 35 +4 31
7.    KA 21 7 6 8 32 - 37 -5 27
8.    Fram 21 7 5 9 28 - 29 -1 26
9.    KR 20 5 6 9 34 - 39 -5 21
10.    HK 21 6 2 13 23 - 51 -28 20
11.    Vestri 21 4 6 11 22 - 42 -20 18
12.    Fylkir 21 4 5 12 26 - 45 -19 17
Athugasemdir
banner
banner
banner