Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   mán 19. ágúst 2024 18:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Leicester og Tottenham: Solanke beint í byrjunarliðið
Mynd: Tottenham

Byrjunarliðin í síðasta leik fyrstu umferðar í ensku úrvalsdeildinni eru komin inn.


Þar mætast Tottenham og nýliðar Leicester. Dominic Solanke gekk til liðs við Tottenham frá Bournemouth á dögunum og fer beint í byrjunarliðið.

James Maddison, fyrrum leikmaður Leicester, er í byrjunarliði Tottenham en þetta er í fyrsta sinn sem hann mætir Leicester.

Hinn 37 ára gamli Jamie Vardy er fremstur hjá Leicester og er jafnframt fyrirliði liðsins. Steve Cooper, stjóri Leicester, sagði hins vegar fyrir leikinn að hann yrði ekki með vegna meiðsla. Harry Winks, fyrrum leikmaður Tottenham, er á miðjunni hjá Leicester.

Leicester: Hermansen; Justin, Faes, Vestergaard, Kristiansen; Winks, Ndidi, Buonanotte; Decordova-Reid, Vardy, Fatawu.

Tottenham: Vicario, Porro, Udogie, van de Ven, Romero, Sarr, Johnson, Maddison, Bentancur, Son, Solanke


Athugasemdir
banner