Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   mán 19. ágúst 2024 13:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Chelsea er að spila póker við Napoli"
Mynd: Getty Images
Victor Osimhen, framherji Napoli, hefur að undanförnu verið orðaður við Chelsea. Hann hefur einnig verið orðaður við Arsenal og PSG.

Osimhen var frábær tímabilið 2022/23 þegar Napoli varð ítalskur meistari. Hann fékk nýjan samning hjá félaginu en sá samningur er mjög hár fyrir ítölsku deildina og Napoli.

Ritstjóri Sky Sports News, Kaveh Solhekol, stakk niður penna og sagði frá sínum hugleiðingum um stöðu Osimhen.

„Osimhen til Chelsea er eitthvað sem gæti gerst, ef það gerist þá mun það gerast skömmu fyrir lok gluggans. Chelsea er að spila póker við Napoli," segir Solhekol.

„Napoli gaf Osimhen nýjan samning með risalaunum sem félagið á ekki efni á. Hann er ekki að æfa með aðalliðinu og var ekki í hópnum hjá Napoli í gær. Hann er að fara frá Napoli."

„Napoli á ekki efni á því að halda honum og Chelsea veit það. Chelsea mun ekki borga yfirverð fyrir Osimhen eða borga leikmanni 300 þúsund pund í vikulaun,"
segir Solhekol.

Nígeríumaðurinn Osimhen verður 26 ára í lok árs. Hann kom til Napoli árið 2020 og hefur í 108 deildarleikjum skorað 65 mörk. Romelu Lukaku og Cesare Casadei, leikmenn Chelsea, hafa verið orðaðir við Napoli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner