Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
banner
   mán 19. ágúst 2024 20:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Vardy tryggði Leicester stig gegn Tottenham
Mynd: Getty Images

Leicester City 1 - 1 Tottenham
0-1 Pedro Porro ('29 )
1-1 Jamie Vardy ('58 )


Pedro Porro kom Tottenham yfir þegar hann skallaði boltann í netið eftir fyrir gjöf frá James Maddison, fyrrum leikmanni Leicester.

Markamaskínan, Jamie Vardy, jafnaði metin eftir að leikmenn Tottenham áttu í vandræðum með að koma boltanum frá. Hann fékk sendingu inn á teiginn og skallaði boltann í netið.

Leikurinn var stöðvaður í dágóðan tíma eftir að Rodrigo Bentancur fékk höfuðhögg og þurfti að fara af velli. Hann hefur slæmar minningar af King Power vellinum en hann sleit krossband á vellinum í febrúar í fyrra.

Ange Postecoglou gerði fjórfalda skiptingu í kjölfarið og blés til sóknar en það dugði ekki til.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 3 3 0 0 9 2 +7 9
2 Liverpool 3 3 0 0 7 0 +7 9
3 Brighton 3 2 1 0 6 2 +4 7
4 Arsenal 3 2 1 0 5 1 +4 7
5 Newcastle 3 2 1 0 4 2 +2 7
6 Brentford 3 2 0 1 5 4 +1 6
7 Aston Villa 3 2 0 1 4 4 0 6
8 Bournemouth 3 1 2 0 5 4 +1 5
9 Nott. Forest 3 1 2 0 3 2 +1 5
10 Tottenham 3 1 1 1 6 3 +3 4
11 Chelsea 3 1 1 1 7 5 +2 4
12 Fulham 3 1 1 1 3 3 0 4
13 West Ham 3 1 0 2 4 5 -1 3
14 Man Utd 3 1 0 2 2 5 -3 3
15 Leicester 3 0 1 2 3 5 -2 1
16 Crystal Palace 3 0 1 2 2 5 -3 1
17 Ipswich Town 3 0 1 2 2 7 -5 1
18 Wolves 3 0 1 2 3 9 -6 1
19 Southampton 3 0 0 3 1 5 -4 0
20 Everton 3 0 0 3 2 10 -8 0
Athugasemdir
banner
banner