Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   mán 19. ágúst 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fleiri stór nöfn á leið til Como?
Sergi Roberto.
Sergi Roberto.
Mynd: EPA
Ítalska úrvalsdeildarfélagið Como hefur verið virkt á leikmannamarkaðnum í sumar.

Félagið hefur samið við leikmenn á borð við Raphael Varane, Pepe Reina og Andrea Belotti en þetta eru frekar stór nöfn í fótboltaheiminum.

Mögulega eru fleiri stór nöfn á leið til félagsins sem komst upp í ítölsku úrvalsdeildina fyrir yfirstandandi tímabil.

Cesc Fabregas, sem er þjálfari Como, hefur rætt við Sergi Roberto, fyrrum liðsfélaga sinn hjá Barcelona, um að koma til félagsins. En það er samkeppni um hann.

Mattia De Sciglio, fyrrum bakvörður AC Milan og Juventus, er einnig á óskalistanum og þá er Timothy Fosu-Mensah, fyrrum leikmaður Manchester United, að æfa með liðinu.

Como hefur leik í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið sækir Juventus heim.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner