Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   mán 19. ágúst 2024 16:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Forest ætlar að enda félagaskiptagluggann með hvelli
Santiago Gimenez.
Santiago Gimenez.
Mynd: Getty Images
Nottingham Forest ætlar að enda sumargluggann með hvelli því félagið er í viðræðum við Feyenoord um kaup á sóknarmanninum Santiago Gimenez.

Gimenez er öflugur sóknarmaður sem hefur á síðustu árum verið orðaður nokkuð við bæði Arsenal og Tottenham.

Gimenez er 24 ára gamall landsliðsmaður Mexíkó sem hefur staðið sig vel í Hollandi.

Hann skoraði 26 mörk í 41 leik með Feyenoord á síðasta tímabili og hefur byrjað þetta tímabil með því að skora fjögur mörk í þremur leikjum.

Gimenez var mikið orðaður við Spurs áður en þeir keyptu Dominic Solanke og þá hefur hann verið orðaður við Arsenal í leit þeirra að framherja.

Núna ætlar Forest að gera tilraun til að sækja hann en það verður ekki auðvelt þar sem Feyenoord vill ekki selja hann. Talað er um mögulegt 30 milljón punda kaupverð í enskum fjölmiðlum.
Athugasemdir
banner
banner
banner