Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   mán 19. ágúst 2024 12:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gundogan orðaður við endurkomu til City
Mynd: EPA
Einungis ári eftir komu sína til Barcelona þá vill Ilkay Gundogan fara annað. Cadena SER á Spáni segir að Gundogan og stjórinn, Hansi Flick, hafi náð samkomulagi um að þýski miðjumaðurinn megi fara áður en glugginn lokar.

Samningur hans rennur út næsta sumar og er félagið og leikmaðurinn sagt í sammála um að besta lausnin sé að Gundogan haldi annað í sumar.

Gundogan vill fara og Barcelona vill opna pláss svo hægt sé að skrá Dani Olmo í leikmannahópinn.

Gundogan er orðaður við endurkomu til Manchester City þar sem hann lék á árunum 2016-2023. Hann er sagður vilja snúa aftur til Manchester.

Þá er hann einnig orðaður við Al Nassr í Sádi-Arabíu og Galatasaray í Tyrklandi.

Þýski landsliðsfyrirliðinn verður 34 ára í október.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner