Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
banner
   mán 19. ágúst 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Henry hættir með franska U21 landsliðið
Thierry Henry.
Thierry Henry.
Mynd: EPA
Thierry Henry hefur sagt starfi sínu lausu hjá franska knattspyrnusambandinu.

Hann hefur þjálfað U21 landslið Frakklands síðan í ágúst á síðasta ári og þá stýrði hann Frakklandi á Ólympíuleikunum í sumar en liðið náði í silfur á heimavelli.

Henry tók sjálfur ákvörðunina en annars er lítið gefið upp um ástæður þess að hann sé að hætta.

Henry, sem er einn besti fótboltamaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, hefur þjálfað frá 2015. Hann var fyrst í unglingaliðum Arsenal og varð svo aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins.

Hann stýrði svo Mónakó í Frakklandi og Montreal Impact í Kanada, og var aftur aðstoðarlandsliðsþjálfari Belgíu, áður en hann tók til starfa hjá franska knattspyrnusambandinu fyrir um ári síðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner