Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   mán 19. ágúst 2024 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kolbeinn á förum frá Lyngby - Tvö tilboð á borðinu
Kolbeinn á Wembley.
Kolbeinn á Wembley.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru ágætis líkur á því að Kolbeinn Birgir Finnsson (24) sé á förum frá Lyngby áður en félagaskiptaglugginn lokar.

Tipsbladet fjallar um að þýska félagið Holstein Kiel og hollenska félagið Utrecht hafi lagt fram tilboð í íslenska landsliðsmanninn. Holstein Kiel er í Bundesliga og Utrecht er í Eredivisie.

Bæði tilboð hljóða upp á 500 þúsund evrur sem eru um 75 milljónir íslenskra króna. Samkvæmt Tipsbladet er búist við því að tilboðin verði samþykkt.

Kolbeinn á innan við ár eftir af samningi sínum og segir að Lyngby hafi í talsvert langan tíma reynt að framlengja samninginn, en það sé ólíklegt að Kolbeinn skrifi undir framlenginu.

Einnig er sagt frá því að samkomulag hafi átt sér stað í vetur eftir að félagið hafnaði tilboði frá Kortrijk í janúar. Það tilboð var talsvert hærra en tilboðin sem hafa komið í sumar. Á þeim tímapunkti var Lyngby enn í fallhættu en liðið náði annað árið í röð að halda sæti sínu í Superliga.

Kolbeinn kom til Lyngby frá Dortmund í janúar á síðasta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner