Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   mán 19. ágúst 2024 17:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
KR opinberar kæruna í heild sinni - Bent á erlend fordæmi
KR kærir KSÍ og HK.
KR kærir KSÍ og HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýtt gervigras var lagt í kórnum í upphafi mánaðarins.
Nýtt gervigras var lagt í kórnum í upphafi mánaðarins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Önnur stöngin á öðru markinu var brotin.
Önnur stöngin á öðru markinu var brotin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR vill fá dæmdan 3-0 sigur.
KR vill fá dæmdan 3-0 sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Finnur Tómas átti að vera í banni gegn HK, en var í banni gegn FH.
Finnur Tómas átti að vera í banni gegn HK, en var í banni gegn FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR lagði í síðustu viku fram kæru þar sem fótboltadeild félagsins kærði ákvörðun KSÍ að fresta viðureign liðsins gegn HK fyrr í þessum mánaðarins. KR kærði ákvörðunina til aga- og úrskurðarnefndar sambandsins. Nefndin tekur málið fyrir á fundi sínum á morgun.

Annað markið í Kórnum var brotið og þar sem varamark stóðst ekki kröfur þá var ákveðið að leiknum yrði frestað. Leikurinn átti að vera spilaður 8. ágúst en að öllu óbreyttu mun leikurinn fara fram 22. ágúst. Kærandi í málinu er KR og kærðu í málinu eru KSÍ og HK.

Fótbolti.net hefur kæru KR undir höndunum. KR vill fá dæmdan 3-0 sigur í leiknum og að þar til að málið verði til lykta leitt þá verði leiknum frestað - verði ekki spilaður 22. ágúst nema að niðurstaða sé þá komin í málið. Neðst má nálgast kæru KR í heild sinni.

KR bendir á misræmi í framlögðum gögnum og er vísað í greinargerð Söndru Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra HK og viðtal við Ómar Stefánsson vallarstjóra sem birt var á Vísi. Misræmið er fólgið í því hvenær HK fékk vitneskju um að markið væri ekki í lagi. Bent er á að samkvæmt bréfi framkvæmdastjórans var vitað í hádeginu á leikdegi að markið væri ekki í lagi.

Erlend fordæmi
KR telur ákvörðun stjórnar KSÍ í málinu fordæmisgefandi og bendir á fjögur erlend mál.

1. Sambærileg mál hafa hins vegar komið upp erlendis og nægir að nefna leik Start og Bryne í norsku úrvalsdeildinni frá því í nóvember 2023. Fyrirsvarsmenn Start höfðu þá hugsað sér að spara hitunarkostnað vallarins og slökktu á upphitun hans. Leiddi það til þess að völlurinn fraus og var óleikhæfur. Af þeim sökum að Start var talið ábyrgt fyrir umgjörð leiksins og að leikurinn fór ekki fram vegna aðstæðna sem þá eina vörðuðu var liði Bryne dæmdur 3-0 sigur. Leiddi þetta til þess að Start missti af umspilssæti í norsku deildinni.

2. Einnig má nefna leik í sænska bikarnum frá árinu 2016 milli Jönköpings Södra og Östersunds FK. Þar háttaði svo til að leikur fór ekki fram vegna þess að annað marka á vellinum uppfyllti ekki viðmið fyrir leik. Niðurstaðan var sú að sænska knattspyrnusambandið gerði lið Jönköping ábyrgt fyrir vallarmálum og dæmdi liði Östersund 3-0 sigur. Byggði niðurstaðan á því að heimaliðið væri að öllu leyti ábyrgt fyrir því að tryggja að vallaraðstæður væru með þeim hætti, þ.m.t. mörk vallar að leikur gæti farið fram.

3. Tottenham – Feyenoord frá árinu 2006. Tottenham var dæmdur 3-0 sigur þar sem Feyenoord gat ekki ábyrgt öryggi leikvangsins vegna óláta áhorfenda.

4. Serbía – Albanía frá 2016. Ólæti meðal áhorfenda leiddi til þess að Albönum var dæmdur 3-0 sigur. Serbar gátu ekki ábyrgt öryggi leikvangsins.


Um seinni tvö dæmin fylgir eftirfarandi: Þó þessi tvö dæmi séu vegna óláta áhorfenda þá er aðalatriðið að öryggi vallarins var ekki tryggt. HK gat ekki tryggt leikvang sem var boðlegur til keppni.

Fært leikbann
Þá bendir KR á þá staðreynd að leikbann Finns Tómasar Pálmasonar, fyrirliða liðsins, hafi verið fært. Hann hafi því ekki verið í banni gegn HK heldur gegn FH, liði sem er ofar í deildinni en HK sem beinlínis hefði getað verið HK í hag.

Telur KR að þörf sé að skoða það hvernig fara eigi með leikbönn þegar leikjum er frestað. Hvort „fresta eigi“ leikbanni eða fella það niður. Allt að einu mátti Finnur Tómas og KR þola það að leikbann hans var tekið út gegn FH í stað HK.

Niðurstaða
Lokahlutinn í kæru KR er svohljóðandi:
KR telur að önnur niðurstaða gangi ekki upp. Önnur útkoma t.d. sekt býður heim hættunni á að félög geti með einföldum hætti látið fresta leikjum sínum og þannig haft áhrif á framgang keppni, leikbönn o.fl.

HK bar ábyrgð á leiknum í Kórnum. HK hefur undirgengist leyfisreglur KSÍ, samþykkt reglugerð KSÍ um leikvanga og viðurkennir valdsvið aga- og úrskurðarnefndar KSÍ.

Vallarstarfsmenn félagsins vissu að völlurinn var ekki í standi á fimmtudaginn þegar leikurinn átti að fara fram. Þeir hafa upplýst að í fjölda ára hafa þeir vitað að undirstöður markanna í Kórnum séu ekki fullnægjandi og þeir vissu að á leikdag var ekki tiltækt varamark, eins og reglur kváðu um.

Þá er niðurstaða mótanefndar á skjön við þá framkvæmd sem þekkist í þeim löndum sem við berum okkur saman við.


Uppfært 17:48: KR hefur gert kæruna opinbera. Smelltu hér til að nálgast kæru KR í heild sinni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner