Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   mán 19. ágúst 2024 14:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leik KR og Víkings frestað (Staðfest) - Andrými milli Evrópuleikjanna
Gott fyrir Víking.
Gott fyrir Víking.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ tilkynnti í dag um breytingu á þremur leikjum í Bestu deildinni þar sem Vikingur er á leið í umsplið í Sambansdeildinni. Víkingur á heimaleik gegn Santa Coloma á fimmtudag og spilar svo í Andorra viku síðar.

Sigri Víkingur einvígið við Santa Coloma þá fer liðið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Leikur KR og Víkings hefur verið færður. Hann átti að fara fram eftir viku, þann 26. ágúst, en mjun fara fram föstudaginn 13. september.

Í kjölfarið færist leikur Fylkis og Víkings aftur um einn dag. Sá leikur átti að fara fram sunnudaginn 15. september en fer þess í stað fram mánudaginn 16. september.

Það sama gerist með leik Vals og KR. Sá leikur átti að fara fram 15. september en mun fara fram 16. september.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner