Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   mán 19. ágúst 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Martraðarleikur" hjá Mbappe
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: EPA
Franska stórstjarnan Kylian Mbappe átti svo sannarlega enga draumabyrjun með Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Spænska stórveldið sótti Mallorca heim í fyrsta deildarleik Mbappe og byrjaði það vel því Rodrygo skoraði eftir 13 mínútur. En snemma í seinni hálfleiknum jafnaði Vedat Muriqi og þar við sat.

The Sun fjallaði um leikinn og þar sagði að Mbappe hefði átt martraðarleik í liði Real Madrid sem skortir jafnvægi. Á meðan tók Goal saman ummæli frá stuðningsmönnum Real Madrid þar sem Mbappe var harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína.

Þetta var bara fyrsti leikur Frakkans í La Liga en hann stóðst ekki prófið og upp vakna spurningar hvernig best sé að koma öllum stjörnunum fyrir í liðinu.

Mbappe hitti tennisstjörnuna Rafael Nadal eftir leikinn og ákvað að gefa honum treyju sína.

Það er spurning hvort leiðin liggi bara upp á við hjá Mbappe eftir þessa erfiðu byrjun.


Athugasemdir
banner
banner