Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   mán 19. ágúst 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Modric ekki hættur með landsliðinu
Luka Modric.
Luka Modric.
Mynd: EPA
Það héldu nú líklega flestir að Luka Modric myndi hætta að spila með króatíska landsliðinu eftir Evrópumótið.

En svo er ekki. Modric var valinn í landsliðshóp Króatíu fyrir fyrstu leikina í Þjóðadeildinni í næsta mánuði. Hópurinn var tilkynntur fyrr í dag.

Modric, sem ætlar að taka allavega eitt tímabil í viðbót með Real Madrid, verður 39 ára í september en hann er líklega besti fótboltamaður í sögu Króatíu.

Næsta stórmót er 2026, HM sem fram fer í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Verður Modric með þar?

Modric var valinn besti leikmaður heims 2018 þegar hann fékk Ballon d'Or verðlaunin eftirsóttu. Hann hefur spilað 534 leiki fyrir Real Madrid og skorað í þeim 39 mörk. Hann á þá að baki 178 landsleiki fyrir Króatíu.
Athugasemdir
banner
banner