Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   mán 19. ágúst 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Oliver Skipp í Leicester (Staðfest)
Oliver Skipp.
Oliver Skipp.
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn Oliver Skipp er genginn í raðir Leicester frá Tottenham en félögin staðfestu þetta núna rétt áðan.

Kaupverðið er í kringum 25 milljónir punda.

Skipp er 23 ára gamall. Hann er uppalinn hjá Tottenham og kom í heildina við sögu í 106 leikjum fyrir félagið. Hann kom við sögu í 24 leikjum á síðustu leiktíð en hann hefur aldrei átt fast sæti í byrjunarliði Tottenham.

Skipp hefur einu sinni verið lánaður út, þegar hann fór til Watford tímabilið 2020-21 og stóð sig afar vel í Championship deildinni.

Hjá Leicester mun hann hitta gamlan liðsfélaga sinn, Harry Winks.

Leicester og Tottenham mætast einmitt í lokaleik 1. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner