Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
banner
   mán 19. ágúst 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Peningaupphæðirnar ættu að gefa Toney vatn í munninn
Ivan Toney.
Ivan Toney.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kaveh Solhekol, fréttamaður Sky Sports, segir að það sé mikill áhugi á sóknarmanninum Ivan Toney frá Sádi-Arabíu.

Toney, sem er 28 ára gamall, var ekki í leikmannahópi Brentford í 2-1 sigrinum á Crystal Palace í gær, sem ýtir undir það að hann sé á förum frá félaginu.

Al-Ahli í Sádi-Arabíu hefur mikinn áhuga á Toney og vonast til að kaupa hann á næstu dögum. Viðræður eru í gangi á milli Al-Ahli og Brentford.

„Þeir vilja framherja og í augnablikinu er Ivan Toney framherjinn sem þeir vilja. Peningaupphæðirnar sem eru í boði fyrir Toney ættu að gefa honum vatn í munninn," segir Solhekol.

Hann segir að Toney sé að meta hvað sé rétt fyrir sig en hann hefur áhuga á að spila áfram fyrir enska landsliðið.

Roberto Firmino, Riyad Mahrez, Edouard Mendy, Franck Kessie og Gabri Veiga eru allir á mála hjá Al Ahli, en Allan Saint-Maximin fór frá félaginu í sumar og gerði eins árs lánssamning við tyrkneska félagið Fenerbahce.
Athugasemdir
banner
banner