Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   mán 19. ágúst 2024 23:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rutter til Brighton fyrir metfé (Staðfest)
Mynd: Brighton

Georginio Rutter er genginn til liðs við Brighton frá Leeds en hann skrifar undir fimm ára samning við félagið.


Hann gengur til liðs við félagið frá Leeds en hann kom til Leeds frá Hoffenheim fyrir 35 milljónir punda í janúar á síðasta ári. Brighton borgar 40 milljónir punda fyrir hann en hann er dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins.

Franski framherjinn skoraði átta mörk í 66 leikjum fyrir Leeds.

„Georginio er leikmaður sem hefur getu til að koma stuðningsmönnum úr sætum sínum og sýndi virkilega hvað hann getur í enska boltanum með Leeds á síðustu leiktíð - en ég hef vitað af honum síðan hann lék fyrir Hoffenheim," sagði Fabian Hurzeler stjóri Brighton.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner