Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   mán 19. ágúst 2024 19:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sander Berge á leið til Fulham
Mynd: EPA

Sander Berge er á leið til Fulham frá Burnley en þetta kemur fram á The Athletic.


Þessi 26 ára gamli norski miðjumaður hefur verið orðaður við Man Utd en Fulham mun borga um 25 milljónir punda fyrir hann.

Hann mun ferðast til Lundúna og gangast undir læknisskoðun á morgun. Hann mun koma til með að styrkja miðsvæðið hjá Fulham en liðið seldi Joao Palhinha til Bayern í sumar sem hefur verið gríðarlega mikilvægur fyrir liðið.

Berge var fastamaður í liði Burnley sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en hefur ekkert komið við sögu í Championship deildinni á þessari leiktíð. Hann gekk til liðs við Sheffield Utd árið 2020 frá Genk áður en hann gekk til liðs við Burnley síðasta sumar og skrifaði undir fjögurra ára samning.


Athugasemdir
banner
banner
banner