Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   mán 19. ágúst 2024 23:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýski bikarinn: Wolfsburg lenti í kröppum dansi
Hugo Ekitike skoraði tvennu fyrir Frankfurt
Hugo Ekitike skoraði tvennu fyrir Frankfurt
Mynd: Frankfurt

Það var ekkert um óvænt úrslit í fyrstu umferð þýska bikarsins sem hélt áfram í kvöld.


Werder Bremen, Wolfsburg og Frankfurt eru öll komin áfram en Wolfsburg lenti í kröppum dansi.

Liðið mætti Tus Kblenz sem leikur í fimmtu efstu deild en liðið féll úr fjórðu deild á síðustu leiktíð. Wolfsburg vann með minnsta mun þrátt fyrir mikla yfirburði og var manni fleiri undir lok leiksins.

Hinn tvítugi Keke Topp skoraði þrennu þegar Werder Bremen vann Cottbus sem er án stiga eftir tvær umferðir í þriðju deild. Þá vann Frankfurt öruggan sigur á Braunschweig.

Umferðinni lýkur ekki fyrr en í næstu viku en þá mætast Preussen Munster og Stuttgart annars vegar og Jena og Leverkusen hins vegar.

Energie 1 - 3 Werder
0-1 Keke Topp ('32 )
0-2 Keke Topp ('37 )
0-3 Keke Topp ('55 )
1-3 Henry Rorig ('70 )
Rautt spjald: Romarjo Hajrulla, Energie ('78)

Kickers Offenbach 2 - 1 Magdeburg
1-0 Alexander Sorge ('31 )
1-1 Martijn Kaars ('54 )
2-1 Valdrin Mustafa ('74 )

TuS Koblenz 0 - 1 Wolfsburg
0-1 Patrick Wimmer ('15 )
Rautt spjald: Yasin Yaman, TuS Koblenz ('78)

Braunschweig 1 - 4 Eintracht Frankfurt
0-1 Fares Chaibi ('52 )
0-2 Hugo Ekitike ('56 )
0-3 Hugo Ekitike ('61 )
0-4 Igor Matanovic ('88 )
1-4 Levente Szabo ('89 )


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner