Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   mán 19. ágúst 2024 10:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vilja fá svar frá Guardiola - Tvö félög hafa áhuga á McTominay
Powerade
Guaridola á tæpt ár eftir af samningi
Guaridola á tæpt ár eftir af samningi
Mynd: Getty Images
McTominay kom inn á gegn Fulham.
McTominay kom inn á gegn Fulham.
Mynd: Getty Images
Fer Toney til Sádi?
Fer Toney til Sádi?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Slúðurpakki dagsins er tekinn saman af BBC og er í boði Powerade.



Umboðsmenn Ivan Toney (28) eru í viðræðum við Al-Ahli í Sádi-Arabíu um möguleg félagaskipti frá Brentford. (Teamtalk)

Man Utd hefur ekki áhuga á því að fá Toney. (Sky í Þýskalandi)

Man City vill að Pep Guardiola (53) ákveði fyrir jól hvort að hann skrifi undir nýjan samning. Spánverjinn er samningsbundinn út tímabilið. (Sky Sports)

Nottingham Forest, Villarreal, Sevilla og Valencia hafa öll áhuga á Alex Moreno (31) bakverði Aston Villa. (Football Insider)

Panathinaikos er í viðræðum við Man Utd um kaup á Facundo Pellistri (22). (Athletic)

Atletico Madrid hefur ekki útilokað að fá Javi Guerra (21) frá Valencia eftir að babb kom í bátinn í kaupunum á Conor Gallagher (24) frá Chelsea. (Athletic)

Liverpool ætlar að bíða fram í janúar til að fá stjörnumiðjumann eftir að félaginu mistókst að fá Martin Zubimendi (25) frá Real Sociedad. (Football Insider)

Fulham hefur opnað aftur á samtalið við Man Utd um kaup á Scott McTominay (27). (Sky Sports)

Giovanni Manna, íþróttastjórii Napoli, hefur neitað að útiloka að félagið kræki í McTominay. (MEN)

Napoli hefur náð samkomulagi við Benfica um brasilíska vængmanninn David Neres (27). (Romano)

Las Palmas hefur boðið í Carlos Vinicius (29) hjá Fulham. Corinthians hefur einnig áhuga á sóknarmanninum. (Sky Sports)

Crystal Palace er að nálgast samkomulag við Wolfsburg um kaup á varnarmanninum Maxence Lacroix (24). (Sky í Þýskalandi)

Palace leiðir kapphlaupið um Carney Chukwuemeka (20) miðjumann Chelsea. (Sun)

Juventus hefur áhuga á Raheem Sterling sem var ekki í leikmannahópi Chelsea gegn Manchester City í gær. (Gianluca Di Marzio)

Oliver Skipp er að ganga í raðir Leicester frá Tottenham. Verðmiðinn er talinn vera 25 milljónir punda. (Sky Sports)

Romelu Lukaku er að nálgast félagaskipti frá Chelsea til Napoli. (Fabrizio Romano)
Athugasemdir
banner
banner
banner