Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
banner
   þri 20. júní 2023 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ungur Njarðvíkingur á reynslu hjá einu stærsta félagi Noregs
Kristófer Snær Jóhannsson.
Kristófer Snær Jóhannsson.
Mynd: Aðsend
Kristófer Snær Jóhannsson, ungur leikmaður Njarðvíkur, er þessa daganna á reynslu hjá Molde sem er eitt stærsta félagið í norska fótboltanum.

Kristófer er efnilegur leikmaður sem er fæddur árið 2006.

Þrátt fyrir ungan aldur þá hefur hann komið við sögu í tveimur leikjum í Lengjudeildinni með Njarðvík. Hann kom inn á í 3-1 sigri gegn Þrótti í maí og lék svo stærstan hluta seinni hálfleiks í 7-2 tapi gegn Aftureldingu á dögunum.

Kristófer, sem fór að miklu leyti upp í gegnum yngri flokkana hjá Keflavík, hefur þá komið við sögu í tveimur leikjum með Njarðvík í Mjólkurbikarnum.

Molde er sem stendur í sjötta sæti norsku úrvalsdeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner