Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
banner
   þri 20. ágúst 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ágúst og Ægir bjóða Íslendingum í Köben frítt á leik AB
Ágúst Eðvald Hlynsson
Ágúst Eðvald Hlynsson
Mynd: AB

Íslendingafélagið AB í Kaupmannahöfn ætlar að bjóða Íslendingum sem staðsettir eru í dönsku borginni frítt á næsta heimaleik liðsins.


Ágúst Eðvald Hlynsson og Ægir Jarl Jónasson eru leikmenn liðsins en Jóhannes Karl Guðjónsson er þjálfari liðsins og Fannar Berg Gunnólfsson er í þjálfarateyminu.

Ágúst Eðvald skrifaði færslu í Facebookhópinn 'Íslendingar í Köben' þar sem hægt er að fá miða á leikinn. Hann hvetur alla sem hafa tök á að næla sér í miða.

AB spilar í C-deildinni í Danmörku en liðið er með fjögur stig eftir þrjár umferðir. Ægir Jarl og Ágúst Eðvald eru fastamenn í liðinu en Ágúst skoraði mark AB í 1-1 jafntefli geegn Naestved í fyrstu umferð.

Leikurinn sem Íslendingum er boðið á fer fram á föstudaginn klukkan 19 en liðið mætiir Aarhus Fremad.


Athugasemdir
banner
banner
banner