Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
banner
   þri 20. ágúst 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bayer Leverkusen setur sig í samband við Liverpool
Sepp van den Berg.
Sepp van den Berg.
Mynd: EPA
Bayer Leverkusen hefur sett sig í samband við Liverpool varðandi möguleg kaup á miðverðinum Sepp van den Berg.

Þetta herma heimildir Sky í Þýskalandi.

Leverkusen er eitt af nokkrum félögum í þýsku Bundesligunni sem hefur áhuga á hollenska miðverðinum. Leverkusen er ríkjandi meistari í Þýskalandi.

Það er líka áhugi á honum frá félögum í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar, þar á meðal frá Brentford.

Liverpool hefur sett 20 milljóna punda verðmiða á Van den Berg en það er spurning hvort að hann yfirgefi enska félagið áður en félagaskiptaglugginn lokar.

Van den Berg er 22 ára og á tvö ár eftir af samningi hjá Liverpool. Hann hefur spilað fjóra leiki fyrir aðallið Liverpool og vakti mikla athygli á sér á síðustu leiktíð. Hann var þá á láni hjá Mainz í þýska boltanum og stóð sig afar vel.
Athugasemdir
banner