Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   þri 20. ágúst 2024 20:40
Brynjar Ingi Erluson
Bestu leikmenn ársins koma frá Man City - Fimm fulltrúar frá Arsenal í úrvalsliðinu
Phil Foden með verðlaunagripinn
Phil Foden með verðlaunagripinn
Mynd: PFA
Bunny Shaw var valin best
Bunny Shaw var valin best
Mynd: PFA
Lið ársins í ensku úrvalsdeildinni
Lið ársins í ensku úrvalsdeildinni
Mynd: PFA
Phil Foden og Bunny Shaw, leikmenn Manchester City á Englandi, voru í kvöld valin bestu leikmenn ársins af leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar og WSL-deildarinnar.

Foden var besti leikmaður karlaliðs Man City sem vann ensku úrvalsdeildina fjórða árið í röð.

Íþróttafréttamenn völdu hann bestan í lok síðasta tímabils en nú hefur hann fengið sömu viðurkenningu frá kollegum sínum í deildinni.

Englendingurinn kom að 39 mörkum í 53 leikjum sínum með Man City á síðustu leiktíð en þetta er í fyrsta sinn sem hann hlýtur þessi verðlaun.

Cole Palmer var valinn besti ungi leikmaðurinn en hann var einn af bestu mönnum Chelsea á síðustu leiktíð eftir að hafa komið frá Man City.

Lið ársins var einnig valið en fimm koma frá Arsenal. Það eru þeir David Raya, William Saliba, Gabriel Magalhaes, Declan Rice og Martin Ödegaard.

Liðið: David Raya (M), Kyle Walker, William Saliba, Gabriel Magalhaes, Virgil van Dijk, Declan Rice, Rodri, Martin Ödegaard, Ollie Watkins, Phil Foden, Erling Braut Haaland.

Bunny Shaw, framherji kvennaliðs Man City, var þá best hjá konunum eftir stórkostlega frammistöðu á síðasta tímabili. Hún gerði 22 mörk í 25 leikjum er Man City hafnaði í öðru sæti deildarinnar. Grace Clinton, leikmaður Manchester United, var valin besti ungi leikmaðurinn.

Crysenscio Summerville, sem gekk í raðir West Ham á dögunum frá Leeds, var valinn besti leikmaður ensku B-deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner