Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   þri 20. ágúst 2024 18:07
Brynjar Ingi Erluson
Broja á leið til Ipswich á láni
Mynd: EPA
Albanski sóknarmaðurinn Armando Broja er á leið til Ipswich Town frá Chelsea.

Framherjinn var einn af 22 leikmönnum Chelsea sem voru utan hóps í fyrsta deildarleik tímabilsins.

Broja er 22 ára gamall landsliðsmaður Albaníu sem kemur úr unglingastarfi Chelsea, en hann eyddi síðari hluta síðasta tímabils á láni hjá Fulham.

Hann er nú að ganga í raðir Ipswich Town á láni út tímabilið, en þetta verður annar framherjinn sem Ipswich fær á stuttum tíma. Á dögunum fékk félagið Sammie Szmodics, markahæsta leikmann B-deildarinnar á síðasta tímabili, frá Blackburn Rovers.

Broja fer í læknisskoðun hjá Ipswich á morgun áður en hann skrifar undir lánssamninginn.

Samkvæmt Fabrizio Romano verður ákvæði í samningnum gerir Ipswich skylt að kaupa Broja fyrir 30 milljónir punda, en þó aðeins ef liðið heldur sæti sínu í deildinni fyrir næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner