Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
banner
   þri 20. ágúst 2024 19:36
Brynjar Ingi Erluson
Eriksen falur fyrir fimm milljónir punda - Snýr hann aftur til Ajax?
Christian Eriksen
Christian Eriksen
Mynd: Getty Images
Christian Eriksen, leikmaður Manchester United, er falur fyrir fimm milljónir punda, en hollenska félagið Ajax hefur áhuga á því að fá hann aftur til félagsins.

Eriksen, sem er 32 ára gamall, er ekki hluti af áætlunum Erik ten Hag, stjóra United, og er félagið opið fyrir því að selja hann fyrir lok gluggans.

Samkvæmt Athletic er United tilbúið að samþykkja tilboð sem nema um fimm milljónum punda, en hans gamla félag, Ajax, er sagt afar áhugasamt.

í greininni kemur fram að Ajax þurfi fyrst að leysa fjárhagsvandamál félagsins, en það gæti þurft að selja nokkra leikmenn fyrst áður en það fer í það að sækja leikmenn.

Eriksen byrjaði aðeins tólf leiki í ensku úrvalsdeildinni með United á síðustu leiktíð en hann á ár eftir af samningi sínum.

Danski landsliðsmaðurinn hóf meistaraflokksferil sinn hjá Ajax áður en hann var seldur til Tottenham árið 2013. Hann spilaði einnig með Inter og Brentford áður en hann gekk í raðir United árið 2022.
Athugasemdir
banner
banner
banner