Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
banner
   þri 20. ágúst 2024 23:24
Brynjar Ingi Erluson
Gündogan fer frítt frá Barcelona - Líklega á leið aftur til Man City
Mynd: EPA
Þýski miðjumaðurinn Ilkay Gündogan mun yfirgefa Barcelona á frjálsri sölu á næstu dögum, en Fabrizio Romano segir hann í viðræðum við sitt gamla félag, Manchester City.

Barcelona og Gündogan hafa rætt saman síðustu daga til að finna lausn.

Félagið þarf að losa hann af launaskrá til að koma nýjum leikmönnum fyrir. Gündogan, sem var einn af bestu leikmönnum Börsunga á síðustu leiktíð, vill ólmur vera áfram, en er nú opinn fyrir því að yfirgefa félagið.

Samkvæmt Romano mun hann fara frítt frá Barcelona á næstu dögum, en hann hefur verið sterklega orðaður við endurkomu til Manchester City.

Umboðsmenn Gündogan eru staddir á Bretlandseyjum, en þeir ræða nú við stjórnarmenn Man City um framhaldið. Pep Guardiola, stjóri Man City, hefur gefið blessun sína á að fá leikmanninn aftur til félagsins en nú er boltinn hjá miðjumanninum.

Gündogan fór frá Man City á síðasta ári þegar samningur hans rann út og gerði í kjölfarið tveggja ára samning við Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner