Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   þri 20. ágúst 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guimaraes orðinn fyrirliði Newcastle
Mynd: Getty Images

Bruno Guimaraes hefur verið gerður að fyrirliða hjá Newcastle. Það er því nokkuð ljóst að hann verði áfram hjá félaginu.


Jamaal Lascelles hefur verið fyrirliði liðsins en ekki spilað mikið. Í hans fjarveru var Kieran Trippier með fyrirliðabandið en hann var á bekknum þegar liðið mætti Southampton í fyrstu umferð um helgina, þá var Guimaraes með bandið.

Trippier mun áfram vera varafyrirliði en Lascelles gegnir nú nýrri stöðu hjá félaginu sem einhverskonar 'fyrirliði félagsins' (club captain). Guimaraes og Trippier verða í leiðtogahóp hjá félaginu ásamt Dan Burn, Callum Wilson og Jacob Murphy.

Guimaraes hefur m.a. verið orðaður við Man City en það er útlit fyrir að hann verði áfram hjá Newcastle.


Athugasemdir
banner
banner
banner