Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
banner
   þri 20. ágúst 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gundogan leggur landsliðsskóna á hilluna
Mynd: Getty Images

Þýski miðjumaðurinn Ilkay Gundogan hefur lagt landsliðsskóna á hilluna en hann greindi frá því í gær.


Gundogan spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Þýskaland árið 2011 en hann skoraði 19 mörk í 82 leikjum alls. Hann var fyrirliði þýska liðsins á EM í sumar sem féll úr leik gegn Spáni í átta liða úrslitum.

„Eftir að hafa hugsað málið í nokkrar vikur hef ég tekið þá ákvörðun að það sé tími til að hætta að spila með landsliðinu. Ég horfi til baka af miklu stolti á 82 landsleiki fyrir mína þjóð. Það er tala sem mig gat ekki dreymt um þegar ég spilaði minn fyrsta landsleik árið 2021," sagði Gundogan.

Framtíð Gundogan hjá Barcelona er í mikilli óvissu en hann hefur verið orðaður við Man City en hann gekk til liðs við spænska liðið frá því enska síðasta sumar.


Athugasemdir
banner
banner