Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
banner
   þri 20. ágúst 2024 09:44
Elvar Geir Magnússon
Juve hefur áhuga á Sterling - Úlfarnir með tilboð í Ramsdale
Powerade
Hvað verður um Sterling?
Hvað verður um Sterling?
Mynd: EPA
Munu Úlfarnir tryggja sér Ramsdale?
Munu Úlfarnir tryggja sér Ramsdale?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fulham heldur áfram að reyna að fá McTominay.
Fulham heldur áfram að reyna að fá McTominay.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
 Anel Ahmedhodzic.
Anel Ahmedhodzic.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin er farin í gang og það er líf og fjör. Glugginn er opinn til 30. ágúst svo félögin þurfa að spýta í lófana. Hér er slúðurpakkinn.

Juventus hefur sent Chelsea fyrirspurn varðandi Raheem Sterling (29) en framtíð enska sóknarleikmannsins er í óvissu eftir að hann var ekki í hóp í fyrstu umferð. (Mail)

Sádi-arabíska úrvalsdeildarfélagið Al-Hilal er með enska varnarmanninn Kyle Walker (34) og portúgalska bakvörðinn Joao Cancelo (30) hjá Manchester City á óskalista sínum. (Guardian)

Manchester City hefur áhuga á að fá þýska miðjumanninn Ilkay Gundogan (33) aftur frá Barcelona. (Athletic)

Real Sociedad neitar að lækka verðmiða sinn á spænska miðjumanninum Mikel Merino (28) en Arsenal vill fá hann í sínar raðir. (Mirror)

Arsenal hefur fengið tilboð frá Wolves í enska markvörðinn Aaron Ramsdale (26). Um er að ræða lánssamning út tímabilið með möguleika á kaupum að því loknu. (BBC)

Brentford býst við að enski framherjinn Ivan Toney (28) gangi til liðs við Al-Ahli íi í Sádi-Arabíu og vonast til að fá um 50 milljónir punda fyrir hann. (Times)

Chelsea gæti freistast til að gera tilboð í Toney. (Sun)

Fulham er að íhuga hvort það eigi að gera Crystal Palace annað tilboð í danska varnarmanninn Joachim Andersen (28). (Sky Sports)

Fulham er líka að undirbúa þriðja tilboðið í Scott McTominay (27), skoska miðjumanninn hjá Manchester United. (Teamtalk)

Arsenal hefur hafnað tilboði upp á 25 milljónir punda auk viðbóta í enska framherjann Eddie Nketiah (23) frá Nottingham Forest. (Sun)

Newcastle telur enn möguleika á að félagið geti keypt enska varnarmanninn Marc Guehi (24) frá Crystal Palace. Það er einnig að skoða Joe Gomez (27) varnarmann Liverpool og enska landsliðsins ásamt Trevoh Chalobah (25) enskan moðvörð Chelsea. (i Sport)

Manchester United er tilbúið að bíða þangað til félagaskiptaglugganum lokar með að kaupa Manuel Ugarte (23) með von um að Paris St-Germain muni lækka 51 milljóna punda verðmiða sitt á miðjumanninum. (Guardian)

United vinnur að lánssamningi út tímabilið fyrir Ugarte. Innifalin í tilboðinu er skuldbinding um að kaupa leikmanninn á næsta ári. (Fabrizio Romano)

Aston Villa, Real Betis og Roma hafa áhuga á argentínska miðjumanninum Giovani Lo Celso (28) hjá Tottenham. (Express)

Everton skoðar að nýta riftunarákvæði í samningi brasilíska framherjans Alisson Santana (18) hjá Atletico Mineiro. Talið er að riftunarákvæðið hljóði upp á rúmlega 50 milljónir punda. (Globo)

Nottingham Forest íhugar nýtt tilboð í Santiago Gimenez (23) framherja Feyenoord og Mexíkó eftir að tilboði upp á 25 milljónir evra var hafnað. (Athletic)

Úlfarnir fylgjast með Anel Ahmedhodzic (25) miðverði Sheffield United og landsliðs Bosníu og Hersegóvínu. (Football Insider)

Chelsea hefur tilkynnt Napoli að það vilji að minnsta kosti 34 milljónir punda fyrir belgíska framherjann Romelu Lukaku (31).(Ben Jacobs)

Bashir Humphreys (21) varnarmaður Chelsea og enska U21 landsliðsins mun ganga til liðs við Burnley í Championship-deildinni á lánssamningi með kaupskyldu. (Athletic)

Brasilíski varnarmaðurinn Vintinho (25) hjá Burnley hefur gert munnlegt samkomulag við brasilíska félagið Botafogo. (Globo)
Athugasemdir
banner
banner