Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   þri 20. ágúst 2024 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Man Utd vill fá Ugarte á láni
Mynd: EPA

Man Utd heldur áfram í vonina að næla í Úrúgvæan Manuel Ugarte frá PSG.


Ugarte er 23 ára gamall miðjumaður en félögin hafa lengi verið í viðræðum. PSG vill fá 50 milljónir punda fyrir hann en Man Utd er ekki tilbúið að borga þá upphæð.

Fabrizio Romano greinir frá því að United sé að reyna fá hann á láni með möguleika á því að festa kaup á honum síðar. Ugarte er mjög spenntur fyrir United og vonar að félagaskiptin gangi í gegn.

Ugarte gekk til liðs við PSG frá Sporting fyrir um 60 milljónir evra síðasta sumar og hann skrifaði undir fimm ára samning. Hann kom við sögu í 37 leikjum í öllum keppnum á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner