Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   þri 20. ágúst 2024 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd vill frekar selja Hannibal en að lána hann
Hannibal Mejbri.
Hannibal Mejbri.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Burnley hefur áhuga á því að krækja í Hannibal Mejbri, miðjumann Manchester United, áður en glugginn lokar.

Þetta kemur fram á Sky Sports.

Hinn 21 árs gamli Hannibal á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá United.

Man Utd vill frekar selja hann en lána hann þar sem hann á svo lítið eftir af samningi sínum.

Hannibal, sem á að baki 27 landsleiki fyrir Túnis, gekk í raðir Man Utd frá Mónakó árið 2021. Man Utd borgaði þá um 5 milljónir evra fyrir hann.

Hann hefur spilað á láni hjá Birmingham og Sevilla síðustu tvö tímabil en það er ólíklegt að hann fái mikið hlutverk hjá Man Utd á tímabilinu.

Burnley er í Championship-deildinni eftir að hafa fallið úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner